Þrjú verkefni fengu hálfa milljón hvert þegar úthlutað var úr forvarnarsjóði Kópavogs. Styrkirnir voru afhentir þriðjudaginn 10. júní við hátíðlega viðhöfn.
Sett hefur verið upp hringsjá eða útsýnisskífa á bæjarmörkum Kópavogs og Garðabæjar í Smalaholti, nánar tiltekið vestur af Austurkór 179 í Rjúpnahæð. Hringsjáin er sett upp á landamerkjastöpul í holtinu og er ákaflega víðsýnt frá staðnum.
Listasafn Kópavogs-Gerðarsafn fagnar tuttugu ára afmæli sínu um þessar mundir. Af því tilefni verður afmælissýning opnuð laugardaginn 24. maí kl. 15:00.