Afhendingu 100 spjaldtölva í leikskóla Kópavogs lauk í dag. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti leikskólastjórum bæjarins spjaldtölvurnar og 20 fartölvur á leikskólanum Efstahjalla.
Vegfarendur í miðbæ Kópavogs hafa vafalaust tekið eftir því að ásýnd húsanna við Hamrabrekku, norðan megin Hamraborgar, hefur breyst og lifnað við að undanförnu.
Rekstrarafgangur samstæðu Kópavogsbæjar er mun meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir, hagnaður fyrstu sex mánuði ársins eru 452 milljónir króna en gert er ráð fyrir 667 milljónum króna fyrir allt árið í fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar.
Í tilefni Jazz- og blúshátíðar Kópavogs mun Björn Thoroddsen gítarleikari bjóða íbúum bæjarins upp á stutta og stórskemmtilega stofutónleika föstudagskvöldið 3. október og laugardagskvöldið 4. október.
Samkvæmt leigusamningi Kópavogsbæjar og Senu greiddi Sena 8.250.0000 krónur fyrir leigu Kórsins vegna tónleika með Justin Timberlake sem fram fóru 24. ágúst síðastliðinn.
Þungarokkssveitin Sólstafir flytur eigin tónlist við kvikmyndina Hrafninn flýgur eftir Hrafn Gunnlaugsson á kvikmyndatónleikum í Salnum þann 1. október.
Jórsalir eru gata ársins í Kópavogi. Valið var kynnt þegar umhverfisviðurkenningar umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogsbæjar voru afhentar við hátíðlega athöfn í Salnum fimmtudaginn 21. ágúst.