- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Landvernd afhenti Kópavogsbæ Bláfánann í vikunni og var fáninn dreginn að húni við félagsheimili Siglingafélagsins Ýmis. Bláfáninn alþjóðleg umhverfisviðurkenning sem veitt er smábátahöfnum og baðströndum og er útbreiddasta umhverfisviðurkenning sinnar tegundar í heiminum. Bláfáninn er veittur fyrir markvissa umhverfisstjórnun, góða þjónustu og vandaða upplýsingagjöf um aðbúnað og umhverfi.
Meginmarkmið verkefnisins er að vernda umhverfi í og við smábátahafnir og baðstrendur og þannig tryggja heilbrigði umhverfisins til framtíðar, auk þess að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. Kópavogsbær fær að þessu sinni afhentan Bláfánann í annað sinn fyrir að uppfylla umhverfisskilyrði Bláfánans og virka umhverfisfræðslu.
Yfir 3850 staðir í 48 löndum í Evrópu, Suður-Afríku, Marokkó, Túnis, Nýja Sjálandi, Brasilíu, Kanada og Karabíska hafinu flagga Bláfánanum.
Bláfánanum er úthlutað í byrjun sumars ár hvert. Dómnefnd skipuð fulltrúum frá Félagi heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa, Umhverfisstofnun, Samtökum ferðaþjónustunnar, Slysavarnardeild Vörðunnar, Hafnasambandinu/Faxaflóahafnir, Siglingasambandi Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands og Fuglavernd metur umsóknir og hefur eftirlit með handhöfum fánans fyrir hönd Landverndar.
Niðurstöður starfshópsins eru síðan sendar alþjóðlegri dómnefnd sem tekur endanlega ákvörðun um hæfi umsækjenda og frammistöðu í verkefninu. Alþjóðleg verkefnisstjórn hefur eftirlit með störfum nefndarinnar og heimsækir fulltrúi frá þeim reglubundið þá staði sem flagga Bláfánanum.