- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Frístundastyrkinn er nú hægt að nota hann allan í eina grein og einnig í tónlistarnám en þær breytingar tóku gildi síðastliðið haust.
Spjaldtölvuvæðing skóla í Kópavogi heldur áfram á næsta ári, gert ráð fyrir 200 milljónum í kaup og innleiðingu á spjaldtölvum og verður því fé varið til grunnskólabarna en leikskólar bæjarins hafa nú þegar fengið spjaldtölvur til notkunar í sinni kennslu.
Hafist verður handa við nýtt byggingu íþróttahúss við Vatnsendaskóla sem verður samnýtt af skólanum og fimleikafélaginu Gerplu. Einnig verður byrjað á golfskála GKG sem er samvinnuverkefni Kópavogs og Garðabæjar en í skálanum verður góð æfingaraðstaða fyrir börn.
Börn í fyrirúmi
„Óhætt er að segja að börnin í bænum hafi verið í fyrirrúmi við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs. Barnafjölskyldur njóta góðs af góðum rekstri sveitarfélagsins þar sem mikið er lagt upp úr því að efla leik- og grunnskóla um leið og íþrótta- og tómstundastarf skipar ríkan sess í áætluninni,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar.
Meðal annarra breytinga sem koma fram í fjárhagsáætlun er bæjarins er að frá og með áramótum fá eldri borgara frítt í sund og börn undir 10 ára sömuleiðis.
Í félagsþjónustu bæjarins er lögð áhersla á barnavernd, varnir gegn heimilisofbeldi, málefni fatlaðra, heimahjúkrun og atvinnuver sem hefur það hlutverk að auðvelda atvinnulausum að komast út á vinnumarkaðinn.
Skuldir greiddar niður
Heildartekjur Kópavogsbæjar eru áætlaðar 24,2 milljarðar og eru skatttekjur þar af um 19,5 milljarðar. Fræðslu- og uppeldismál eru stærsti útgjaldaliður fjárhagsáætlunar Kópavogsbæjar, af heildarskatttekjum bæjarins á næsta ári fer tæplega 60 prósent til málaflokksins. Aðrir stórir útgjaldaliðir eru æskulýðs- og íþróttamál og félagsþjónustan, ríflega 12 próstent fara í fyrrnefndan málaflokk og tæp 10 prósent í þann síðarnefnda.
Í fjárhagsáætlun 2015 er haldið áfram á þeirri braut að greiða niður skuldir bæjarins og er gert ráð fyrir því að skuldahlutfall bæjarins verði 166 prósent í árslok 2015. Samkvæmt langtímaáætlun er gert ráð fyrir að hlutfallið fari undir 150 prósent árið 2017 en það er það viðmið sem eftirlitsnefnd sveitarfélaga hefur sett sveitarfélögunum.
Fasteignagjöld lækkuð
Lögð er áhersla á að draga úr álögum á íbúa og atvinnulíf með því að lækka fasteignagjöld á íbúðar- og atvinnuhúsnæði og er vatnsgjaldið jafnframt lækkað sem hefur áhrif á heildargjöld fasteigna. Þá er útsvarið undir leyfilegu hámarki annað árið í röð. Gjaldskrárhækkunum er stillt í hóf, gjaldskrár hækka um 2% sem undir verðbólguspám næsta árs. Engar hækkanir voru á gjaldskrám á yfirstandandi ári sem þýðir að þessi gjöld hækka einungis um 2 prósent á tveggja ára tímabili.
Í áætluninni kemur fram að A-hluti bæjarsjóðs verður rekinn með 147 milljón króna rekstrarafgangi á næsta ári. Sé skoðuð niðurstaða samstæðu Kópavogsbæjar þá verður hún rekin með 397 milljón króna rekstrarafgangi á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætluninni.
„Þegar allt er samantekið þá sýnir fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar að staða sveitarfélagsins er sterk og allar helstu kennitölur taka jákvæðum breytingum. Sú áhersla að hugsa inn á við, hlúa að því sem við höfum, gefur líka sóknarfæri þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi,“ segir Ármann Kr. Ólafsson.