Vel heppnuð heilsuvika starfsfólks Kópavogsbæjar fór fram í febrúar. Starfsfólki var boðið upp á námskeið og þá var hvatt til þátttöku í heilsuáskorun þar sem hugað var að félagslegum og líkamlegum þáttum í heilsufari, samskiptum og andlegri líðan.
85% eru ánægð með Kópavog sem stað til að búa á að því er fram kemur í könnun Gallup á þjónustu sveitarfélaga. Í könnuninni er spurt um viðhorf til þjónustu stærstu sveitarfélaga í ýmsum málaflokkum. Kópavogsbær er yfir meðaltali sveitarfélaga í flestum liðum.
Stefán L. Stefánsson, tæknifræðingur, og Smári Smárason, arkitekt, voru kvaddir við starfslok hjá Kópavogsbæ en þeir hafa unnið hjá bænum um áratugaskeið.