- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Í félagsmiðstöðinni Kjarnanum í Kópavogsskóla hefur samfélagsverkefnið Velkomin verið starfrækt síðan árið 2018. Verkefnið er ætlað börnum í Kópavogi á aldrinum 10-18 ára sem hafa fjölbreyttan tungumála- og menningarlegan bakgrunn og er námskeiðinu ætlað að efla andlega, félagslega og líkamlega heilsu barnanna.
Vigdís Birna Grétarsdóttir, starfar á sumarnámskeiði Velkomin í sumar. Þetta er þriðja sumarið sem að Vigdís vinnur á námskeiðinu en hún hefur einnig starfað í gegnum Velkomin í starfi félagsmiðstöðva í Kópavogi.
,,Velkomin er ætlað að efla andlega, félagslega og líkamlega heilsu barna, sem miðar að því að hvetja börn með einstaklingsbundnum hætti til þátttöku í samfélaginu í gegnum íþrótta- og frístundastarf og þannig virkja og valdefla þau og hjálpa til við aðlögun þeirra inn í skóla, íþrótta- og frístundastarf og samfélagið allt. Á sama tíma er markmiðið að fræða börn með íslensku sem sitt móðurmál um fjölmenningu og efla hæfni þeirra er snýr að menningarnæmi sem gerir þeim kleift að bregðast við af virðingu og samkennd gagnvart fólki, til dæmis af ólíkum uppruna, þjóðernum, menningu og trúarbrögðum,“ segir Vigdís og bætir við: ,,Í gegnum Velkomin er lögð áhersla á inngildingu nemanda þar sem rík áhersla er lögð á að viðurkenna og virða fjölbreytileikann og gera alltaf ráð fyrir honum í öllu starfi með börnum. Í Velkomin býðst þátttakendum einnig íslenskukennsla í gegnum óformlegt nám í skemmtilegu og uppbyggilegu umhverfi. Kennslan fer fram með fjölbreyttum leiðum, leiklist,hópastarfi og fræðslu um menningarheima þátttakenda.
Velkomin verkefnið fékk nýverið styrk frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu til þess að þróa starf Íþrótta- og frístundatengils. Vigdís mun taka við hlutverki Íþrótta- og frístundatengils í gegnum Velkomin verkefnið, og mun fylgja því starfi eftir inn í haustið. Markmiðið með þessum styrk og þróun á verkefninu er að leggja áherslu á stuðning og eftirfylgni með börnunum og fjölskyldum þeirra.
,,Við höfum séð það með verkefni eins og Velkomin að það er mjög mikilvægt að geta haft skilgreindan aðila sem aðstoðar og fylgir barninu, ungmenninu og fjölskyldu þess vel eftir við aðlögun inn í skóla, frístundir, íþróttir, nám og atvinnu. Íþrótta- og frístundatengill mun starfa að mestu leyti innan skóla, frístundaþjónustu á vegum Kópavogsbæjar og íþróttafélaga, og þannig kemst á meiri tenging við kennara og starfsfólk frístundaþjónustu og þjálfara íþróttafélaga,“ segir Vigdís.
Vigdís segir að þar sem Kópavogsbær er Barnvænt sveitarfélag vinna, og því samfélag sem vinnur markvisst að því að uppfylla réttindi barna og ungmenna þá sé Velkomin verkefnið einstaklega gott dæmi um slíka vinnu,“ Segir Vigdís.