Bæjarstjórn í sumarfrí

Bæjarstjórn Kópavogs.
Bæjarstjórn Kópavogs.

Síðasti fundur bæjarstjórnar Kópavogs fyrir sumarfrí var þriðjudaginn 27. júní síðastliðinn. Sumarfríi lýkur 14. ágúst og fyrsti fundur eftir sumarfrí verður haldinn þriðjudaginn 27.ágúst.

Á meðan bæjarstjórn er í sumarfríi er bæjarráði falið umboð bæjarstjórnar. Fundir bæjarráðs í júlí verða 4.júlí og 18.júlí.

Að jafnaði fundar bæjarstjórn Kópavogs annan og fjórða þriðjudag hvers mánaðar. Frá ágúst 2023 til júníloka 2024 fundaði bæjarstjórn í 21 skipti. Nýafstaðinn fundur var 1302 fundur bæjarstjórnar Kópavogs.

Fundargerðir og upptökur af fundum bæjarstjórnar eru aðgengilegar á vef bæjarins.