Í félagsmiðstöðinni Kjarnanum í Kópavogsskóla hefur samfélagsverkefnið Velkomin verið starfrækt síðan árið 2018. Verkefnið er ætlað börnum í Kópavogi á aldrinum 10-18 ára sem hafa fjölbreyttan tungumála- og menningarlegan bakgrunn og er námskeiðinu ætlað að efla andlega, félagslega og líkamlega heilsu barnanna.
Síðasti fundur bæjarstjórnar Kópavogs fyrir sumarfrí var þriðjudaginn 27. júní síðastliðinn. Sumarfríi lýkur 14. ágúst og fyrsti fundur eftir sumarfrí verður haldinn þriðjudaginn 27.ágúst.
Haldinn var upplýsingafundur fyrir starfsfólk Kópavogsbæjar sem vinnur að skjalamálum föstudaginn 14.júní um flutning verkefna og safnkosts Héraðsskjalasafns Kópavogs til Þjóðskjalasafns Reykjavíkur.