Veðrið lék við gesti á hátíðarhöldum dagsins í Kópavogi. Haldið var upp á 17.júní með óvenjulegum hætti þetta árið og haldnar hverfishátíðir auk þess sem Menningarhúsin í Kópavogi buðu upp á dagskrá við húsin og bílalest með skemmtikröftum fór um bæinn.
Fjögur verkefni voru styrkt af Forvarnarsjóði Kópavogs í ár. Verkefnin eru frá Félagsmiðstöð eldri borgara Gjábakka, Menningarhúsunum í Kópavogi, Menntaskólanum í Kópavogi og félagsmiðstöðinni Þebu.
Kópavogsbær hefur gert samning við Orkusöluna um raforkukaup fyrir byggingar í eigu bæjarins. Samningurinn er gerður að undangengnu útboði þar sem tilboð Orkusölunnar reyndist hagkvæmast.