- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Kópavogsbær vill gleðja sína íbúa eftir mikla inniveru síðustu mánuði og halda 17.júní hátíðlegan þó að hátíðarhöld séu með öðru sniði en vanalega, vegna fjöldatakmarkana.
Að þessu sinni verður áherslan á smærri hverfishátíðir auk þess sem bílalest fer um bæinn með Línu langsokk og Ronju ræningjadóttur í broddi fylkingar.
Dagskrá
10.00: 17.júní hlaup í umsjá Frjálsíþróttadeildar Breiðabliks. Ætlað börnum í 1.-6.bekk.
12.00-14.00: Þá fara bílalestir um bæinn sem stoppa á vel völdum stöðum. Í bílalestunum verða Lína langsokkur, Ronja ræningjadóttir, Skólahljómsveit Kópavogs, Leikhópurinn Lotta, nýstúdentar og fjallkonur á ferðinni.
Bílalest 1:Leikskólinn Dalur kl. 12:15, Leikskólinn Lækur kl. 12:40, Kársnesskóli kl. 13:25
Bílalest 2: Álfhólsskóli við Digranes kl. 12:25, Lindaskóli kl. 12:45, Vatnsendaskóli kl. 13:25
Aðalhátíðarhöldin verða svo á fimm stöðum í bænum. Alls staðar er rúmt um gesti þannig að hægt er að tryggja tveggja metra fjarlægð fyrir þá sem það kjósa.
14.00-16.00: Hverfishátíðir á fjórum stöðum, við Fífuna, Fagralund, Salalaug og Kórinn.
Þar verður sviðum komið upp og stíga frábærir tónlistarmenn á svið á öllum stöðum. Þar verða kynnar og skemmtikraftar: Saga Garðarsdóttir, Ísgerður Elfa, Villi Neto og Villi naglbítur, GDRN, Jón Jónsson, Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör, Söngvaborg, Lína langsokkur, Ronja ræningjadóttir og ræningjarnir úr Kardimommubæ. Listamennirnir koma allir fram á tveimur stöðum þannig að dagskráin er ólík á milli svæða en alls staðar mjög flott og skemmtileg. Hoppukastalar og tívolítæki, allt ókeypis.
Hoppukastalar og tívolítæki opna kl. 13.00.
Menningarhúsin í Kópavogi
13.00-16.00: Fjölbreytt fjölskyldudagskrá á útivistarsvæði Menningarhúsanna þar sem lögð verður áhersla á nýjan sumarleik Menningarhúsanna, Söfnum sumri. Þar verður einnig boðið upp á skemmtilega dagskrá frá Skapandi sumarstörfum, sirkus, Húlladúllu og fjölda útileikja. Allt ókeypis.
14.00 og 15.00: Valgerður Guðnadóttir og Sigurður Helgi flytja sígræna sumarsmelli fyrir alla fjölskylduna í salnum.
10.00 - 17:00: Gerðarsafn opið. Ókeypis aðgangur.
11.00 - 16:00: Bókasafn Kópavogs og Náttúrufræðistofa opið.
10.00-18.00: Opið í Sundlaug Kópavogs
„Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu var ljóst að ekki væri unnt að hafa hátíðarhöld með hefðbundnum hætti, og skrúðganga og hefðbundin hátíðarhöld á Rútstúni kæmu ekki til greina. Hins vegar var ríkur vilji til þess að gefa íbúum Kópavogs tækifæri til þess að gleðjast á þjóðhátíðardeginum. Niðurstaðan varð að dreifa hátíðarhöldum um bæinn en ég lofa mjög skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá þar sem áherslan er á að gleðja börn og ungmenni,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.
„Við hvetjum íbúa til þess að fylgjast vel með vefsíðu og Facebook-síðu Kópavogsbæjar. Við vonum að íbúar taki þessu vel og sjái sér fært að mæta á óhefðbundna 17. júní hátíð. Þá leggjum við sérstaka áherslu á það í ár að fólk komi gangandi eða hjólandi á viðburðina. Einnig er um að gera að draga fánann að húni í heimahúsum og gleðjast í garðinum heima,“ segir Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála í Kópavogi.
„Lista- og menningarráð bæjarins hefur lýst ánægju sinni með framtakið og þess má geta að við höfum unnið þetta í góðu samstarfi og samtali við Almannavarnir og lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.“ bætir hún við.