- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Fjögur verkefni voru styrkt af Forvarnarsjóði Kópavogs í ár. Hæsta styrkinn. 500 þúsund, hlaut Félagsmiðstöð eldri borgara í Gjábakka fyrir verkefni sem snýst um að kenna eldri borgurum á spjaldtölvur og eru það ungmenni úr Kópavogi sem sjá um kennsluna. Menningarhúsin í Kópavogi hlutu 400 þúsund króna styrk fyrir verkefni sem snýst um að styrkja konur og börn af erlendum uppruna með því að skapa vettvang þar sem þau geta komið saman, talað og fengið ýmis konar fræðslu. Menntaskólinn í Kópavogi fékk 400 þúsund fyrir verkefni sem snýst um bætta lýðheilsu framhaldsskólanema með áherslu á svefn. Loks fékk Félagsmiðstöðin Þeba 200 þúsund króna styrk fyrir útivistarverkefni félagsmiðstöðvarinnar.
Margrét Friðriksdóttir, formaður menntaráðs, afhenti styrkina en auk hennar sátu í valnefnd, Elvar Páll Sigurðsson og Helgi Magnússon.
Forvarnarsjóður var stofnaður í byrjun árs 2014. Úthlutað er úr honum einu sinni á ári samkvæmt tillögum frá forvarna- og frístundanefnd. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að öflugu forvarna- og frístundastarfi í Kópavogi.
Nánar um verkefnin:
Félagsmiðstöðin Þeba
Markmið og lýsing
Markmið verkefnis er að efla hreyfingu og útivist unglinga í félagsmiðstöðinni Þebu. Verkefnið miðar að því að efla útivistar og gönguhóp á góðkunnugum útivistarsvæðum og í nærumhverfi Kópavogs. Unnið er í anda Lýðheilsustefnu Kópavogs en eitt af hennar yfirmarkmiðum er að Kópavogur verði þekktur fyrir að vera lifandi og jákvætt samfélag sem stuðlar að vellíðan íbúa á öllum aldursskeiðum með jöfnuð að heilsu að leiðarljósi. Einnig að heilsuefling verði sýnileg innan stofnana óháð aldri, eða getu þeirra sem þar starfa eða stunda nám. Markmiðið er líka að unglingarnir fái tækifæri til að takast á við verkefni og sigrast á þeim úti í náttúrunni, leyfa þeim að upplifa þá sjálfsstyrkingu sem í því er fólgin.
Rökstuðningur
Verkefnið fellur undir áherslur í reglum sjóðsins um heilsueflingu í þágu unglinga og bættri lýðheilsu. Verkefnið styður auk þess við Lýðheilsustefnu Kópavogsbæjar. Mikilvægt er að stuðla að útvist og hreyfingu unglinga, kynna fyrir þeim heilbrigt frístundastarf. Möguleiki er að ná til unglinga sem annars ekki stunda íþróttir eða almenna hreyfingu.
Upphæð styrks: 200.000 kr.
Félagsmiðstöðva eldri borgara (Gjábakki)
Markmið og lýsing
Markmiðið er þríþætt. Fyrir það fyrsta að bæta tæknilega getu og þekkingu á kostum spjaldtölva hjá eldra fólki. Auka þekkingu sem nýtist til að auka félags- öryggisnet og í þriðja lagi að brúa bil á milli kynslóða. Kennsla á grunnvirkni samskiptaforrita sem og stuðla að stækkun tengslanets með aðstoð snjallforrita getur stuðlað að andlegri heilsu og komið í veg fyrir að viðkvæmir hópar einangrist félagslega. Ennfremur geta spjaldtölvur virkað sem öryggistæki t.d. með auknum samskiptum við aðra. Markmið verkefnis er líka að stuðla að því að ólíkir aldurshópar komi saman og kynnist.
Rökstuðningur
Verkefnið fellur undir áherslur í reglum sjóðsins um forvarnir í þágu eldri borgara og bættri lýðheilsu. Verkefnið getur stuðlað að því að rjúfa einangrun eldri borgara og bætt þannig líðan. Jafnframt tengir verkefnið saman kynslóðir, sem ungmenni njóta góðs við að umgangast eldra fólk
Upphæð styrks: 500.000 kr.
Nafn styrkþega: Menningarhúsin í Kópavogi
Markmið og lýsing
Markmið verkefnis er að styrkja konur og börn af erlendum uppruna með því að skapa vettvang þar sem þau geta komið saman, talað og fengið ýmiskonar fræðslu um samfélagið. Þannig skapast einnig tækifæri til að mynda tengsl og styrkja félagslega færni. Markmiðið er einnig að vinna með menningarnæmni og bjóða upp á samfélagslega fræðslu fyrir konur og börn. Allt frá því að vera upplýsingar um menningu, skólamál á Íslandi og fræðslu um heilsu og vellíðan bæði barna og fullorðinna. Samveran eflir bæði tungumála kunnáttu þeirra og styrkir þau félagslega og þau kynnast menningu í okkar samfélagi.
Rökstuðningur
Verkefnið er í takt við áherslur menntaráðs fyrir árið 2020. Verkefnið styður jafnframt við innleiðingu barnasáttmálans og umsóknin er vönduð og verkefnalýsingin er góð.
Upphæð: 400.000 kr.
Menntaskólinn í Kópavogi
Markmið og lýsing
Bæta lýðheilsu framhaldsskólanema í Kópavogi. Svefn er mikilvægur fyrir mjög margt í lífinu eins og andlega og líkamlega líðan, til að styrkja ónæmiskerfið, auka einbeitingu, meðtækilegri fyrir nýrri þekkingu, betri samskipti og svo má lengi telja. Mikilvægt er að fræða nemendur um mikilvægi svefns og og hvað hægt er að gera til að bæta hann, með einföldum þáttum eins og að fara reglulega að sofa, minnka notkun orkudrykkja og minnka skjátíma fyrir svefninn. Nemendur þurfa að mæta vel hvíld svo þau hafi orku yfir daginn og einbeitingu til að gana sem best í náminu og öllu því sem samfélagið gerir kröfur á af unga fólkinu í dag.
Rökstuðningur
Verkefnið fellur undir áherslur í reglum sjóðsins um forvarnir í þágu unglinga og bættri lýðheilsu. Mikilvægt er að aukaforvarnir í framhaldsskólum og huga að líðan nemenda. Rannsóknir sýna að svefn ungmenna er áhyggjuefni.
Upphæð styrks: 400.000 kr.