Ungmennaráð Kópavogs fundaði með bæjarstjórn Kópavogs í vikunni. Á fundinum kynntu fulltrúar í ráðinu tillögur sínar fyrir bæjarstjórn en bæjarfulltrúar voru til svara um tillögurnar.
Félagsmiðstöðvar í Kópavogi verða nú í fyrsta sinn opnar í sumar. Starfið verður fjölbreytt og skemmtilegt, annars vegar er boðið upp á sumarsmiðjur fyrir 10 til 13 ára börn og hins vegar verður opið fyrir unglinga tvisvar í viku.