Fréttir & tilkynningar

Bæjarstjórnar höfuðborgarsvæðisins og framkvæmdastjóri SSH.

Nýtt umdæmisráð og barnaverndarnefndir lagðar niður

Í gær, 12. desember, skrifuðu bæjarstjórar Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar, Seltjarnarnesbæjar, Kjósarhrepps og framkvæmdastjóri SSH undir samning um rekstur sameiginlegs umdæmisráðs barnaverndar sem tekur til starfa nú um áramót.
Lagt er af stað frá Geðræktarhúsinu.

Hugræktarrölt 14.desember

Hugræktarrölt í Geðræktarhúsi Kópavogsbæjar þann 14.desember nk. Kl 17:00. Öll velkomin.
Styrkþegar Lista- og menningarráðs ásamt ráðinu og forstöðumanni menningarmála.

Rebel Rebel hlýtur 5 milljóna kr. styrk frá Kópavogsbæ

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar úthlutaði alls fimmtán milljónum til 26 umsækjenda vegna lista- og menningarverkefna sem koma til framkvæmda í bæjarfélaginu á næsta ári. Ráðinu bárust 56 umsóknir en úthlutanir voru kynntar í Salnum í Kópavogi í gær, fimmtudaginn 8. desember.
Á myndinni eru auk nemenda í B-sveit hljómsveitarinnar Jóhann Björn Ævarsson, kennari og stjórnandi…

Hálf öld með Skólahljómsveit Kópavogs

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, heimsótti Össur Geirsson skólastjóra Skólahljómsveitar Kópavogs í húsnæði hljómsveitarinnar á Álfhólsvegi og færði honum blómvönd í tilefni þess að hann fékk á dögunum viðurkenningu Barnaheilla á Íslandi 2022.
Dæmi um tunnur í fjölbýli þegar nýtt sorpflokkunarkerfi tekur við.

Nýtt flokkunarkerfi á heimilisúrgangi vorið 2023

Árið 2023 munu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu taka upp nýtt og samræmt flokkunarkerfi á heimilisúrgangi. Með lögum um hringrásarhagkerfi, sem taka gildi um áramótin, verður skylt að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka við heimili: pappír, plastumbúðir, lífrænan úrgang (matarleifar) og blandaðan úrgang.
Yoga

Djúpslökun og hugleiðsla í jólafrí

Djúpslökun og hugleiðsla í Geðræktarhúsinu er komin í jólafrí frá og með 15. desember nk.
Frá samráði við börn í skipulagsvinnu fyrir nýtt hverfi í Kópavogi.

Breytingar á skipulagi í Vatnsendahvarfi í kjölfar samráðs

Gert er ráð fyrir samreknum leik- og grunnskóla fyrir fyrsta skólastigið miðsvæðis í nýju hverfi í Vatnsendahvarfi.
Jólaljós á aðventunni.

Jólahúsið í Kópavogi

Leitin að jólalegasta húsinu í Kópavogi er hafin og eru áhugasöm hvött til þess að senda inn ábendingu hér á vef Kópavogs fyrir 13. desember.
Hinsegin klúbbur er starfræktur í félagsmiðstöðinni Ekkó í Kársnesskóla.

Hinsegin félagsmiðstöðvastarf í Ekkó

Hinsegin klúbbur er starfræktur í félagsmiðstöðinni Ekkó í Kársnesskóla og er hann nú á sínu öðru ári.
Frá Aðventuhátíð 2022.

Fjölmenni á aðventuhátíð í Kópavogi

Fjöldi gesta lagði leið sína á Aðventuhátíð í Kópavogi 2022 sem fram fór laugardaginn 26. nóvember.