Nýskipaður starfshópur um málefni Salarins, tónlistarhúss í Kópavogi, hefur tekið til starfa. Í starfshópnum sitja Védís Hervör Árnadóttir, forstöðumaður miðlunarsviðs Samtaka atvinnulífsins og tónlistarmaður, Halldór Friðrik Þorsteinsson og Davíð Þór Jónsson tónlistarmaður.
Í tilefni opnunar á nýrri miðstöð menningar og vísinda í Bókasafni Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs verður efnt til hátíðarhalda laugardaginn 11. maí kl. 13 til 16.
Þann 14.maí verður Götuganga fyrir 60 ára og eldri haldin í Kópavogi í annað sinn. Gengin er 3,4 kílómetra leið, byrjað í Breiðablik og gengið um Kópavogsdal.
Friðrik Baldursson, garðyrkjufræðingur og garðyrkjustjóri Kópavogs, fékk heiðursverðlaun garðyrkjunnar árið 2024 sem veitt voru við hátíðlega viðhöfn í Garðyrkjuskólanum sumardaginn fyrsta.
Opnað hefur verið fyrir tilboð í lóðir í fyrsta áfanga úthlutunar í Vatnsendahvarfi, sem er nýjasta hverfið í Kópavogi. Í þessum fyrsta áfanga verður úthlutað sex lóðum fyrir fjölbýlishús.