Tveir kjörstaðir í Kópavogi

Kjörfundur vegna forsetakosninga er á tveimur stöðum í Kópavogi, Smáranum og Kórnum.
Kjörfundur vegna forsetakosninga er á tveimur stöðum í Kópavogi, Smáranum og Kórnum.

Kjörfundur í Kópavogi vegna forsetakosninga 1. júní stendur frá 09.00 til 22.00. Tveir kjörstaðir eru í Kópavogi, Smárinn og Kórinn. 

Íbúar vestan Reykjanesbrautar og í Lindahverfi kjósa í íþróttahúsinu Smáranum, Dalsmára 5. Íbúar austan Reykjanesbrautar að frátöldum þeim sem búa í Lindahverfi kjósa í íþróttahúsinu Kórnum, Vallakór 12. 

Kjörskrá vegna forsetakosninga 1. júní 2024 liggur frammi í þjónustuveri á Bæjarskrifstofum Kópavogs, Digranesvegi 1. Ef einhverjar athugasemdir eru við kjörskrána ber að snúa sér með þær til Þjóðskrár Íslands.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram í Holtagörðum á 1.hæð. 

Nánari upplýsingar um  forsetakosningarnar er að finna á kosning.is og á upplýsingasíðu á vef Kópavogs.