Opið hús um nýjan hjólastíg um Kópavogsháls

Tillagan gerir ráð fyrir aðskilldum hjóla og göngustíg.
Tillagan gerir ráð fyrir aðskilldum hjóla og göngustíg.

Opið hús um tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir göngu- og hjólastíg um Kópavogsháls verður miðvikudaginn 29.maí frá 16.30 til 17.30 í Bæjarskrifstofum, Digranesvegi 1.

Tillagan gerir ráð fyrir nýjum aðskildum hjólastíg samsíða núverandi göngustíg.

Á opna húsinu verður hægt að skoða tillöguna og spyrja starfsfólk og ráðgjafa um efni hennar.

Skipulagssvæði deiliskipulagsins nær frá undirgöngum undir Hafnarfjarðarveg við Kópavogsdal að Skjólbraut, um 600 metra vegalengd.

Athugasemdum og ábendingum skal skila í gegnum skipulagsgátt, málsnúmer 583/2024 eigi síðar en 28.júní 2024.

Nánar.