Breytingingar á símatíma

Byggingarfulltrúi er með símatíma fjórum sinnum í viku.
Byggingarfulltrúi er með símatíma fjórum sinnum í viku.

Frá og með mánudeginum 3.júní breytist símatími byggingarfulltrúa þannig að hann verður frá 10-11 mánudaga til fimmtudaga. Viðtalstími verður 11-12 þriðjudaga og fimmtudaga.

Netfang byggingarfulltrúa er byggingarfulltrui(hja)kopavogur.is.

Athugið að hægt er að nálgast teikningar á kortavef Kópavogsbæjar. Ef teikning finnst ekki sendið þá beiðni á netfangið byggingar(hja)kopavogur.is og takið fram hvaða teikningu er óskað eftir. Byggingarfulltrúi gefur sér 1 til 2 virka daga til að afgreiða beiðni.

Ekki eru lengur formlegir símatímar hjá deildarstjórum framkvæmdadeildar, eignadeildar og gatnadeildar.

Athugið að allar ábendingar sem snúa að bæjarlandi, gatnakerfi og viðhaldi eru afgreiddar í gegnum ábendingakerfi Kópavogs.

Upplýsingar um símatíma og opnunartíma hjá stjórnsýslu Kópavogsbæjar.