Námskeið fyrir bæjarfulltrúa

Verið er að fræða nýja bæjarfulltrúa um starf sinn í bæjarstjórn
Verið er að fræða nýja bæjarfulltrúa um starf sinn í bæjarstjórn
Nýjum bæjarfulltrúum í bæjarstjórn Kópavogs var boðin fræðsla vegna starfa sinna í bæjarstjórn í fundarsal bæjarstjórnar í dag miðvikudag.
 

Alls taka níu bæjarfulltrúar sæti í fyrsta sinn í bæjarstjórninni á kjörtímabilinu sem hefst 15. júní nk. Starfsmenn stjórnsýslusviðs bæjarins sáu um kynningu á ýmsum þáttum sem snerta störf bæjarfulltrúa. Farið var yfir stjórnskipan sveitarfélaga, sveitarstjórnarlög, stjórnsýslurétt, fundarsköp bæjarstjórnar, siðareglur kjörinna fulltrúa, gæðakerfi bæjarins o.fl. Þá fengu bæjarfullrúar kennslu í fundarmannagátt, þar sem þeir nálgast fundarboð og gögn vegna funda í stjórnum, nefndum og ráðum bæjarins.

Námskeið fyrir bæjarfulltrúaNámskeið fyrir bæjarfulltrúaNámskeið fyrir bæjarfulltrúaNámskeið fyrir bæjarfulltrúaNámskeið fyrir bæjarfulltrúa