- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Tæplega 600 sumarstarfsmenn 18 ára og eldri hafa hafið störf hjá Kópavogsbæ. Flestir vinna við garðyrkju, hirðingu og fegrun bæjarins en sumarstarfsmenn sinna einnig afleysingum á ýmsum vinnustöðum, til dæmis á leikskólum og í sundlaugunum.
Allir sem sóttu um starf hjá bænum fengu boð um starf og er verið að vinna í að ljúka við að bjóða þeim starf sem hafa verið að bætast í hóp umsækjenda undanfarna daga.
Í næstu viku hefur Vinnuskólinn svo göngu sína en gert er ráð fyrir tæplega 1.000 unglingum á aldrinum 14 til 17 ára í honum. Þau vinna aðallega við fegrun Kópavogsbæjar en elstu tveir árgangarnir eru einnig til aðstoðar hjá félögum og stofnunum í bænum.
Unglingar í Vinnuskólanum fá vinnu frá sex vikum og upp í átta. Yngsti hópurinn fær vinnu hálfan daginn fjóra daga vikunnar í sex vikur en sá elsti allan daginn, fjóra daga vikunnar, í átta vikur.
Vinnutími sumarstarfsmanna er breytilegur, sumir hófu störf í maí, aðrir síðastliðinn mánudag, 2. júní, og enn á eftir að bætast í hópinn.
„Hér var ákveðið að allir sem eftir því myndu sækja um vinnu fengju boð um starf, þar er Kópavogur í fararbroddi annarra sveitarfélaga. Það hefur gengið mjög vel að vinna úr umsóknum og flestir hafa hafið störf. Þess má svo geta að vinnutíminn í Vinnuskóla Kópavogs er lengri og kaupið hærra en í flestum nágrannasveitarfélögum okkar,“ segir Sigurður Grétar Ólafsson skólastjóri Vinnuskólans og umsjónarmaður sumarstarfa í Kópavogi