- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Patrik snær Kristjánsson, nemandi í Hörðuvallaskóla, hreppti fyrsta sætið í ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs fyrir ljóðið Næturhimininn. Diellza Morina, Álfhólsskóla, varð í öðru sæti fyrir ljóðið Ljóð og Íris Ólafsdóttir, Hörðuvallaskóla, varð í því þriðja fyrir ljóð sitt Reykjavík. Þetta erí þriðja sinn sem lista- og menningarráð hvetur til þess að grunnskólabörn í Kópavogi taki þátt í ljóðasamkeppni grunnskólanna.
Verðlaun voru veitt við hátíðlega athöfn á ljóðahátíð Jóns úr Vör sem haldin var í Salnum fyrr í dag.
Fjögur önnur börn fengu einnig viðurkenningu fyrir ljóð sín en þau eru, í engri sérstakri röð, Lena Margrét Jónsdóttir, Álfhólsskóla, fyrir ljóðið Morguninn, Salný Kaja Sigurgeirsdóttir, Salaskóla, fyrir ljóðið Skugginn, Stefán Örn Stefánsson, Hörðuvallaskóla, fyrir ljóðið Hundurinn og Clara Yushan Sigurðardóttir, Lindaskóla, fyrir ljóðið Vetur.
Í dómnefnd eru Sindri Freysson, skáld og rithöfundur, Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur, og Gunnþórunn Guðmundsdóttir þau hin sömu og dæma í ljóðasamkeppninni Ljóðstafur Jóns úr Vör.
Börnin fengu í verðlaun bókina Tímakistuna eftir Andra Snæ Magnason rithöfund. Ljóðið sem hlaut fyrstu verðlaun var jafnframt prentað á póstkort.