Miðvikudaginn 23. ágúst frá kl. 18:30 til 00:30 er áætlað að loka Vatnsendavegi ef veður leyfir á milli hringtorga Breiða-/Álfkonuhvarfs og Akurhvarfs/Elliðahvammsvegar vegna malbikunar.
Fyrsti fundur bæjarstjórnar Kópavogs eftir sumarfrí fer fram þriðjudaginn 22.ágúst. Nýr forseti bæjarstjórnar er Elísabet B. Sveinsdóttir sem tekur við keflinu af Sigrúnu Huldu Jónsdóttur sem var forseti bæjarstjórnar 2022-2023.
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, átti góðan og jákvæðan fund með Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs, um breytingar á starfsumhverfi og skipulagi leikskólastarfs í Kópavogi sem sveitarfélagið er að hefja innleiðingu á.
Sumardvöl frístundar er opin í ágúst fyrir verðandi nemendur í 1. bekk. Hún er skipulögð í anda þeirrar stefnu að skapa bætta samfellu á milli skólastiga.
Uppskeruhátíð Skapandi Sumarstarfa í Kópavogi verður haldin næstkomandi fimmtudag 17. ágúst í Salnum við Menningarhúsin. Sýningin verður frá 17:00 – 19:00 þar sem listamenn sumarsins stíga á stokk hver á eftir öðrum.