Listahátíðin Hamraborg Festival verður haldin helgina 26.-28.ágúst. Hún er óður til Hamraborgarinnar sem rís há og fögur í miðpunkti höfuðborgarsvæðisins.
Leiga í félagslegu húsnæði Kópavogsbæjar verður frá og með september 2022 uppreiknuð mánaðarlega miðað við vísitölu neysluverðs til verðtryggingar í samræmi við ákvæði leigusamninga.
Í vor útskrifuðust fjórir starfsmenn leikskólans Grænatúns úr leikskólafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands en Kópavogsbær veitir starfsmönnum leikskóla sinna styrki til náms í formi launaðs leyfis vegna mætinga í bók- og verknám í leikskólafræðum.
Hauststarf leikskólanna í Kópavogi er að komast á skrið eftir sumarfrí leikskólanna. Á þessum árstíma er hafin aðlögun yngstu barna í leikskóla bæjarins en hún stendur yfir í nokkrar vikur.
Nýútskrifaðir leikskólakennarar og starfsfólk sem bætt hefur við sig meistaragráðu í leikskólakennarafræðum samhliða störfum hjá Kópavogsbæ komu saman til að fagna áfanganum á dögunum.