Mánudaginn 27. júní verður útivistar- og fjölskyldudagur haldinn í samstarfi Skógræktarfélags Kópavogs og Kópavogsbæjar undir merkinu Líf í lundi þar sem hvatt er til hreyfingar, samveru og skóga- og náttúruupplifunar. Viðburðurinn Líf í lundi verður nú haldinn í fimmta sinn og fer fram í kringum Jónsmessuna víða um land.
Vel var mætt í ferð Félags eldri borgara í Kópavogi, FEBK, í Guðmundarlund og lék veður við gesti. Ferðin er samstarfsverkefni FEBK, Skógræktarfélags Kópavogs og Kópavogsbæjar.
Hátíðarhöld 17.júní í Kópavogi tókust af vel til. Haldið var upp á þjóðhátíðardaginn á fimm stöðum í bænum, við Kórinn, Salalaug, í Fagralundi, við Fífuna og við Menningarhúsin.
Kynningarfundur um breytt deiliskipulag á Bakkabraut 2-4, Bryggjuvör 1,2,3, Þinghólsbraut 77 og 79 verður haldinn fimmtudaginn 23.júní kl. 17.00-18.30.
Ásdís Kristjánsdóttir hóf störf sem bæjarstjóri Kópavogs miðvikudaginn 15.júní. Ásdís var ráðin í embættið á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar Kópavogs sem fram fór þriðjudaginn 14.júní.