Fréttir & tilkynningar

Guðjón Davíð Karlsson er bæjarlistamaður Kópavogs árið 2022.

Gói er bæjarlistamaður árið 2022

Leikarinn Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói, er Bæjarlistamaður Kópavogs 2022. Valið var tilkynnt í Gerðarsafni í dag, fimmtudaginn 19. maí. Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála í Kópavogi bauð gesti velkomna og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs kynnti tilnefningu bæjarlistamanns. Páll Marís Pálsson varaformaður lista- og menningarráðs færði Guðjóni svo viðurkenningarskjal og blómvönd.
Kosningar 14.maí

Fjöldi breyttra atkvæða í Kópavogi

Fjöldi breyttra atkvæða í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum var 189.
Óskað er eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga Kópavogs.

Óskað eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga

Auglýst er eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenningar og gefst íbúum kostur á að senda inn tilnefningar.
Kársnesskóli heldur árlega góðargerðardag.

Góðgerðardagur Kársnesskóla

Góðgerðardagur Kársnesskóla fer fram fimmtudaginn 19.maí frá 17-19.
Yoga nidra fer fram í Geðræktarhúsinu.

Skráning í Yoga Nidra 19.maí

Kópavogsbær býður í Yoga Nidra um þessar mundir. Næsti tími er 19.maí og nauðsynlegt að skrá sig.
Kosið var 14.maí.

Niðurstöður kosninga

Alls greiddu 16.846 atkvæði í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum. Kjörsókn 58,2% en alls voru 28.923 á kjörskrá.

Kjörsókn í Kópavogi

Upplýsingar um kjörsókn í Kópavogi er að finna hér og eru tölur um hana uppfærðar á klukkustundar fresti.
Á myndinni má sjá viðurkenningarhafa ásamt Margréti Friðriksdóttur, forseta bæjarstjórnar og fulltr…

Kópurinn veittur fyrir framúrskarandi skólastarf

Kópurinn, viðurkenningar menntaráðs Kópavogs fyrir framúrskarandi grunnskóla- og frístundastarf í Kópavogi, var veittur við hátíðlega athöfn í hátíðarsal Álfhólsskóla-Hjalla fimmtudaginn 12. maí. Alls bárust 16 tilnefningar til menntaráðs og voru veittar sex viðurkenningar fyrir verkefni sem þóttu fela í sér umbætur eða leiða til framfara í skóla og frístundastarfi.
Á myndinni eru frá vinstri: Sigurður Arnar Ólafsson gæðastjóri, Sigríður Þrúður Stefánsdóttir manna…

Kópavogsbær fær jafnlaunavottun

Kópavogsbær, hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST-85. Kópavogur er annað stærsta sveitarfélag landsins og stór vinnuveitandi en hjá bænum starfa að jafnaði um 2700 einstaklinga en um 3000 þegar mest er.
Kosið er á tveimur stöðum í Kópavogi.

Kjörfundur í Kópavogi

Kosið er á tveimur stöðum í Kópavogi, Smáranum og Kórnum.