Fréttir & tilkynningar

Frá Aðventuhátíð 2017

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð Kópavogs verður haldin laugardaginn 2. desember en við það tilefni verða ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin tendruð kl.16.00.Kk 
Fjárhagsáætlun hefur verið samþykkt.

Fjárhagsáætlun 2024 samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu. Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2025-2027.
Ásdís Kristjánsdóttir að lokinni giftusamlegri björgun.

Bæjarstjóra bjargað af þakinu

Rýming bæjarskrifstofa Kópavogsbæjar að Digranesvegi 1 vegna elds og reyks var æfð klukkan 10 í dag. Samhliða fór fram björgunaræfing þar sem Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra var bjargað af þaki byggingarinnar og í körfubíl.
Kort af jólalundi í Guðmundarlundi.

Jólalundur Kópavogs

Við bjóðum ykkur að upplifa og fá jólastemminguna beint í æð, í Guðmundarlundi okkar Kópavogsbúa en honum hefur verið breytt í Jólalund, alla sunnudaga fram að aðventu.
Anna Kristinsdóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Alfreð Örn Finnsson.

Mæðrastyrksnefnd í Digraneskirkju

Mæðrastyrksnefnd Kópavogs hefur komið sér fyrir á neðri hæð Digraneskirkju og verður þar með sína starfsemi til jóla.
Hrönn og hluti starfsfólka með nýútkomnu bækurnar, f.v.: Svava María Hermannsdóttir, Unnur Kristján…

Hugmyndafræði Rjúpnahæðar fest á bók

Tvær bækur eru komnar út um starf leikskólans Rjúpnahæðar sem rekinn er af Kópavogsbæ, Börn og friður: Hvernig túlka börnin frið? og Rjúpnahæðarleiðin: Að rétta upp hönd – leiðarvísir um lýðræði í skóla. Sú síðarnefnda er einnig komin út sem rafbók.
Við jólastjörnuna á Hálsatorgi.

Jólastjarnan á Hálsatorgi

Kveikt var á jólastjörnunni á Hálsatorgi í dag, föstudaginn 17. nóvember að viðstöddum börnum úr leikskólanum Marbakka og 3. bekk Kársnesskóla auk fleiri góðra gesta. Börnin töldu niður saman ásamt Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóri áður en tendrað var á stjörnunni.
Svavar Sigurðarson starfsmaður SHS, Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri SSH, Almar Guðmundss…

Aðalfundur SSH fór fram í Salnum

Þann 10. nóvember var aðalfundur SSH og ársfundur byggðasamlaganna haldinn í Salnum í Kópavogi.
Á mynd. F.v. Tryggvi Hjaltason, verkefnastjóri, Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri menntamálasto…

Læsi eflt með lestrartölvuleik

Kópavogsbær er einn af samstarfsaðilum verkefnis sem snýst um að efla læsi með notkun finnska lestrartölvuleiksins Graphogame og mun leiða fyrstu skrefin í prófun á íslensku staðfærslunni árið 2024 með notkun leiksins í fyrsta bekk grunnskóla og rannsókn á árangri. 

Endurnýjun á rennibrautum lokið

Endurnýjun á rennibrautum í Sundlaug Kópavogs er lokið og því hægt að nota þær á nýjan leik.