Aðventuhátíð Kópavogs verður haldin laugardaginn 2. desember en við það tilefni verða ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin tendruð kl.16.00.Kk
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu. Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2025-2027.
Rýming bæjarskrifstofa Kópavogsbæjar að Digranesvegi 1 vegna elds og reyks var æfð klukkan 10 í dag. Samhliða fór fram björgunaræfing þar sem Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra var bjargað af þaki byggingarinnar og í körfubíl.
Við bjóðum ykkur að upplifa og fá jólastemminguna beint í æð, í Guðmundarlundi okkar Kópavogsbúa en honum hefur verið breytt í Jólalund, alla sunnudaga fram að aðventu.
Tvær bækur eru komnar út um starf leikskólans Rjúpnahæðar sem rekinn er af Kópavogsbæ, Börn og friður: Hvernig túlka börnin frið? og Rjúpnahæðarleiðin: Að rétta upp hönd – leiðarvísir um lýðræði í skóla. Sú síðarnefnda er einnig komin út sem rafbók.
Kveikt var á jólastjörnunni á Hálsatorgi í dag, föstudaginn 17. nóvember að viðstöddum börnum úr leikskólanum Marbakka og 3. bekk Kársnesskóla auk fleiri góðra gesta. Börnin töldu niður saman ásamt Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóri áður en tendrað var á stjörnunni.
Kópavogsbær er einn af samstarfsaðilum verkefnis sem snýst um að efla læsi með notkun finnska lestrartölvuleiksins Graphogame og mun leiða fyrstu skrefin í prófun á íslensku staðfærslunni árið 2024 með notkun leiksins í fyrsta bekk grunnskóla og rannsókn á árangri.