Kópavogsbær lýsist upp um þessar mundir en verið er að prýða bæinn ljósum eins og venjan er í nóvember. Hafist var handa í lok nóvember og hefur síðan þá verið unnið að uppsetningu jóla- og skammdegisljósa.
Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2024 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í dag, þriðjudaginn 14. nóvember. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða samstæðunnar verði jákvæð sem nemur 144 milljónum og að niðurstaða A-hluta verði jákvæð um 104 milljónir. Veltufé frá rekstri er áætlað 4,6 milljarðar króna á samstæðu bæjarins. Skuldaviðmið eru 104 % samkvæmt áætlun, sem er langt undir lögbundnu viðmiði.
Starfshópur hefur verið skipaður sem vinna mun tillögur að heildarsýn fyrir Kópavogsdal. Ennfremur mun hópurinn leggja mat á hvort ástæða sé til þess að gera breytingar á gildandi skipulagsáætlun Kópavogs.
Tónlistarskóli Kópavogs fagnar 60 ára afmæli um þessar mundir. Skólinn stóð fyrir hátíðarsamkomu í Salnum miðvikudaginn 1. nóvember, en þann dag voru 60 ár liðin frá því skólinn tók til starfa.
Bæjar- og sveitarstjórar sem vinna að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, með þátttöku í verkefninu Barnvæn sveitarfélög, fjölmenntu á samráðsfund undir stjórn UNICEF og mennta- og barnamálaráðuneytisins um verkefnið í Björtuloftum Hörpu í síðustu viku.
Kópavogur endurskoðar nú jafnréttis- og mannréttindastefnu sína. Í tengslum við endurskoðunina er leitað álits íbúa á drögum að stefnunni og hvernig best er að framfylgja henni.
Heitavatnslaust verður í öllum Kópavogi, Garðabæ, Álftanesi, Hafnarfirði og í Breiðholti í Reykjavík frá kl. 22.00 þann 8. nóvember fram á nótt. Stefnt er að því að byrja að hleypa heitu vatni á kl. 03:00 um nóttina og ættu þá allir íbúar á svæðinu að vera komnir aftur með heitt vatn og fullan þrýsting kl. 07.00 um morguninn 9. nóvember.