Fréttir & tilkynningar

Jólaljós í Kópavogi

Bærinn lýstur upp

Kópavogsbær lýsist upp um þessar mundir en verið er að prýða bæinn ljósum eins og venjan er í nóvember. Hafist var handa í lok nóvember og hefur síðan þá verið unnið að uppsetningu jóla- og skammdegisljósa.
Úr Kópavogsdal.

Heildarsýn fyrir Kópavogsdal

Kópavogsbúum stendur nú til boða að koma með tillögu um nýtingu og framtíðarsýn þeirra fyrir Kópavogsdal.
Fjárhagsáætlun var lögð fram til fyrri umræðu 14.nóvember.

Ábyrgur rekstur í krefjandi umhverfi

Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2024 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í dag, þriðjudaginn 14. nóvember. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða samstæðunnar verði jákvæð sem nemur 144 milljónum og að niðurstaða A-hluta verði jákvæð um 104 milljónir. Veltufé frá rekstri er áætlað 4,6 milljarðar króna á samstæðu bæjarins. Skuldaviðmið eru 104 % samkvæmt áætlun, sem er langt undir lögbundnu viðmiði.
Á myndinni eru: Andri Steinn Hilmarsson, Sigrún María Kristinsdóttir, Íris Svavarsdóttir, Hjördís Ý…

Heildarsýn fyrir Kópavogsdal til skoðunar

Starfshópur hefur verið skipaður sem vinna mun tillögur að heildarsýn fyrir Kópavogsdal. Ennfremur mun hópurinn leggja mat á hvort ástæða sé til þess að gera breytingar á gildandi skipulagsáætlun Kópavogs.
Ókeypis í sund í Kópavogi fyrir íbúa Grindavíkur sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín.

Grindvíkingum boðið í sund í Kópavogi

English below. Kópavogsbær býður Grindvíkingum ókeypis í sund í sundlaugar bæjarins, Sundlaug Kópavogs og Salalaug.
Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs ásamt Árna Harðarsyni skólastjóra og Kristínu Stefánsdót…

Tónlistarskóli Kópavogs fagnar 60 ára afmæli

Tónlistarskóli Kópavogs fagnar 60 ára afmæli um þessar mundir. Skólinn stóð fyrir hátíðarsamkomu í Salnum miðvikudaginn 1. nóvember, en þann dag voru 60 ár liðin frá því skólinn tók til starfa.
Vináttuganga í Fossvoginu, Snælandsskóli og leikskólarnir í hverfinu, Furugrund, Grænatún og Álfatú…

Haldið upp á vináttu í Kópavogi

Skólar og leikskólar í Kópavogi tóku þátt í dagskrá og samveru í sínu skólahverfi á baráttudegi gegn einelti, 8. nóvember.
Bæjar- og sveitarstjórar sveitafélaga þar sem unnið er að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóða…

Barnvæn verkefni Kópavogs kynnt

Bæjar- og sveitarstjórar sem vinna að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, með þátttöku í verkefninu Barnvæn sveitarfélög, fjölmenntu á samráðsfund undir stjórn UNICEF og mennta- og barnamálaráðuneytisins um verkefnið í Björtuloftum Hörpu í síðustu viku.
Jafnréttis- og mannréttindastefna Kópavoggs er í endurskoðun.

Íbúasamráð vegna jafnréttis- og mannréttindastefnu

Kópavogur endurskoðar nú jafnréttis- og mannréttindastefnu sína. Í tengslum við endurskoðunina er leitað álits íbúa á drögum að stefnunni og hvernig best er að framfylgja henni.
Svæðið þar sem verður heitavatnslaust 8.-9.nóvember.

Heitavatnslaust í Kópavogi 8.nóvember

Heitavatnslaust verður í öllum Kópavogi, Garðabæ, Álftanesi, Hafnarfirði og í Breiðholti í Reykjavík frá kl. 22.00 þann 8. nóvember fram á nótt. Stefnt er að því að byrja að hleypa heitu vatni á kl. 03:00 um nóttina og ættu þá allir íbúar á svæðinu að vera komnir aftur með heitt vatn og fullan þrýsting kl. 07.00 um morguninn 9. nóvember.