Vignir Vatnar Stefánsson skákmaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2023.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, og Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, undirrituðu í dag afsal samnings um kaup á landi ríkisins á Vatnsendahæð.
Settir verða upp gámar á fimm stöðum í Kópavogi fyrir flugeldarusl. Á sömu stöðum verða settir upp gámar fyrir jólatré. Gámarnir verða aðgengilegir frá 30.desember til og með 10.janúar.
Desember er mánuður samveru með fjölskyldu og vinum en um leið er í nógu að snúast áður en jólahátíðin gengur í garð. Það er einmitt ekki síst á jólum og áramótum sem við sköpum góðar minningar með ástvinum. Bærinn skartar sínu fegursta og jólaljósin um allan bæ lýsa upp skammdegið.
Lista- og menningarráð Kópavogs stóð í ár í annað sinn fyrir leitinni að Jólahúsi Kópavogs og að þessu sinni varð Daltún 1 fyrir valinu. Að þessu sinni voru einnig valdar Jólagata og Fjölbýlishús ársins.