Breytingar á skipulagi leikskólastarfs í Kópavogi hafa gengið vel og haft jákvæð áhrif. Flestir leikskólar eru fullmannaðir og dvalartími barna hefur styst verulega.
Árshlutareikningur Kópavogsbæjar 2023 var lagður fram í bæjarráði Kópavogs í morgun, fimmtudaginn 7. september. Niðurstaðan endurspeglar góðan rekstur í krefjandi efnahagsumhverfi.
Fyrsta skóflustunga að þriðja áfanga Arnarnesvegar var tekin miðvikudaginn 23. ágúst af innviðaráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssyni. Þriðji áfanginn er á milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar. Markmið framkvæmdanna er að auka umferðaröryggi, stytta ferðatíma og létta á umferð við Vatnsendaveg. Áætluð verklok eru haustið 2026.
Hamraborg Festival fer fram dagana 25. - 27. ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega þáttöku.