- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, og Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, undirrituðu í dag afsal samnings um kaup á landi ríkisins á Vatnsendahæð. Kópavogsbær hefur undanfarin ár unnið að skipulagi svæðisins á hæðinni og styttist í að lóðum verði úthlutað í hverfinu sem ber heitið Vatnsendahvarf.
„Það er gríðarlega spennandi að fá nýtt hverfi í Kópavog. Vatnsendahvarfið verður fallegt hverfi enda skipulag hverfisins gott og staðsetning sömuleiðis,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri.
Um 500 íbúða byggð verður í Vatnsendahvarfi, bæði sérbýli og fjölbýli. Aðkoman í hverfið er um Kambsveg en íbúðirnar standa við tólf götur sem þegar hafa fengið götuheiti sem eru: Hallahvarf, Háahvarf, Heiðarhvarf, Hlíðarhvarf, Hæðarhvarf, Roðahvarf, Skólahvarf, Skírnishvarf, Skyggnishvarf, Skýjahvarf, Sólarhvarf og Stöðvarhvarf.
Stefnt er á að úthluta lóðum í Vatnsendahvarfi með vorinu og verður lóðaúthlutun kynnt rækilega áður en að henni kemur.