13.08.2024
Á þessum tíma árs skarta rósir sínu fegursta. Í tilefni þess var rósaskoðunarganga í Trjásafninu í Meltungu haldin fimmtudag 8. ágúst. Gangan var skipulögð í samstarfi við Rósaklúbb Garðyrkjufélags Íslands en Vilhjálmur Lúðvíksson og Friðrik Baldursson voru með kynningu á garðinum.