- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Margt var um manninn á afmælishátíð Gerðarsafns fimmtudag 8. ágúst síðastliðinn. Í ár fagnar safnið 30 ára starfsafmæli og því var efnt til sýningaropnunar, bókaútgáfu og afhjúpun skúlptúrgarðs í Gerðarsafni.
Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, opnaði sýninguna Hamskipti: “Ég fæ bara gæsahúð að koma hingað inn, þetta rými og þessi friður sem ríkir er einstakur. Og þvílík listakona!” Þetta voru fyrstu viðbrögð nýkjörins forseta en frú forseti á rætur að rekja á Kársnesið og því er það aðstandendum Gerðarsafns mjög kært að hún hafi á fyrstu dögum sínum í embætti séð sér fært að koma og fagna með Kópavogsbúum.
Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs tók í sama streng er hún opnaði formlega skúlptúrgarðinn en það er í raun verkefni sem Gerður hóf við heimili sitt í París en náði ekki að klára sökum veikinda. Skúlptúrgarðurinn er staðsettur vestanmegin við safnið og sagði hún garðinn bera þess vitni um þá stanslausu þróun sem menningarlífið í Kópavogi ber merki um og að hér muni fólki gefast tækifæri á að njóta samveru umvafin myndlist og náttúru.
Í tilefni afmælishátíðarinnar var útgáfu bókarinnar Leitað í tómið - Listferill Gerðar Helgardóttur einnig fagnað. Bókin er safn fræðigreina þar sem listakonunni er fylgt í hringiðu módernismans í París og skoðaðar eru tengingar hennar við aðra listamenn og staða hennar í samtíma sínum.