Fjölmennt við opnun nýs skúlptúrgarðs

Forseti Ísland Halla Tómasdóttir opnaði sýninguna Hamskipti og Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri af…
Forseti Ísland Halla Tómasdóttir opnaði sýninguna Hamskipti og Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri afhjúpaði skúlptúrgarðinn.

Margt var um manninn á afmælishátíð Gerðarsafns fimmtudag 8. ágúst síðastliðinn. Í ár fagnar safnið 30 ára starfsafmæli og því var efnt til sýningaropnunar, bókaútgáfu og afhjúpun skúlptúrgarðs í Gerðarsafni.

 

 

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, opnaði sýninguna Hamskipti: “Ég fæ bara gæsahúð að koma hingað inn, þetta rými og þessi friður sem ríkir er einstakur. Og þvílík listakona!” Þetta voru fyrstu viðbrögð nýkjörins forseta en frú forseti á rætur að rekja á Kársnesið og því er það aðstandendum Gerðarsafns mjög kært að hún hafi á fyrstu dögum sínum í embætti séð sér fært að koma og fagna með Kópavogsbúum.

 

 

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs tók í sama streng er hún opnaði formlega skúlptúrgarðinn en það er í raun verkefni sem Gerður hóf við heimili sitt í París en náði ekki að klára sökum veikinda. Skúlptúrgarðurinn er staðsettur vestanmegin við safnið og sagði hún garðinn bera þess vitni um þá stanslausu þróun sem menningarlífið í Kópavogi ber merki um og að hér muni fólki gefast tækifæri á að njóta samveru umvafin myndlist og náttúru.

 

 

Í tilefni afmælishátíðarinnar var útgáfu bókarinnar Leitað í tómið - Listferill Gerðar Helgardóttur einnig fagnað. Bókin er safn fræðigreina þar sem listakonunni er fylgt í hringiðu módernismans í París og skoðaðar eru tengingar hennar við aðra listamenn og staða hennar í samtíma sínum.

 

 

Lestu meira um afmælishátíðina hér