Sundlaugalokun vegna heitavatnsleysis

Sundlaugar í Kópavogi loka vegna heitavatnsleysis.
Sundlaugar í Kópavogi loka vegna heitavatnsleysis.

Sundlaugar í Kópavogi verða lokaðar frá 21.30 þann 19.ágúst til 16.00 þann 21.ágúst. Ástæðan er lokun Veitna á heitu vatni vegna tengingar á nýrri flutningsæð.

Heitavatnslaust verður á stóru svæði á höfuðborgarsvæðinu til hádegis 21.ágúst en tíma tekur að ná þrýstingi á lagnakerfi og hita í laugakerfi. Mögulega verður hægt að opna sundlaugarnar fyrr en einnig er mögulegt að sundlaugar verði lokaðar lengur, tilkynnt verður um það á vef Kópavogsbæjar. Um mjög stóra framkvæmd er að ræða og biður starfsfólk lauganna Kópavogsbúa um að sína því skilning.

Líkamsræktarstöðvar Reebok Fitness, í Salalaug og Kópavogslaug verða opnar en ekki verður hægt að fara í sturtu á fyrrgreindu tímabili.

Lesa meira um framkvæmd Veitna