Barnaþing nemenda í skólum í Kópavogi fór fram á dögunum en á því komu saman fulltrúar barna í grunnskólum Kópavogs og mótuðu tillögur sem lagðar verða fyrir bæjarstjórn Kópavogs.
Snædís Erla Halldórsdóttir úr Snælandsskóla sigraði Stóru upplestrarkeppnina í Kópavogi, í öðru sæti var Júlía Heiðrós Halldórsdóttir úr Álfhólsskóla og í þriðja sæti var Georg Bieltvedt Jónsson úr Salaskóla.
Áætlað er að fjölgað geti um 5.600 íbúðir í Kópavogi á næstu tveimur áratugum á þeim sex svæðum í bænum þar sem fjölgun verður mest. Skipulagsáform og húsnæði í byggingu í bænum eru til kynningar á sýningunni Verk og vit sem hefst í Laugardalshöll í dag.