Fréttir & tilkynningar

Rútstún skartar leiktækjum sem valin hafa verið í Okkar Kópavogi.

Kosning í Okkar Kópavogi

Kosning í Okkar Kópavogi er hafin en hún stendur yfir frá miðvikudeginum 26.janúar til hádegis 9.febrúar. Þetta í fjórða sinn sem íbúar í Kópavogi geta tekið þátt í kosningu um hugmyndir bæjarbúa og forgangsraðað verkefnum innan sveitarfélagsins.
Appelsínugul viðvörun.

Appelsínugul viðvörun

Appelsínugul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu.
Viljayfirlýsing um

Viljayfirlýsing um hjúkrunarheimili

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hafa undirritað viljayfirlýsingu um byggingu hjúkrunarheimilis í Kópavogi fyrir 120 íbúa. Stefnt er að því að framkvæmdir geti hafist á næsta ári og að heimilið verið tilbúið til notkunar árið 2026.
Fyrsti gjalddagi fasteignagjalda í Kópavogi er 1. febrúar.

Álagning fasteignagjalda

Fyrsti gjalddagi fasteignagjalda í Kópavogi er 1. febrúar, síðan 1. hvers mánaðar til september. Alls eru 8 gjalddagar.
Sundlaug Kópavogs.

Sundlaug Kópavogs lokuð 20.janúar

Sundlaug Kópavogs verður lokuð fimmtudaginn 20. janúar til klukkan 16.00 hið minnsta.
Lýðheilsustefna í er samráðsgátt.

Lýðheilsustefna í samráð

Geðrækt, umhverfi, næring og hreyfing og forvarnir og heilsuefling eru áhersluþættir í lýðheilsustefnu Kópavogs sem nú er í endurskoðun og er óskað eftir þátttöku íbúa í henni.
Samkomutakmarkanir eru hertar frá 15. janúar.

Samkomutakmarkanir hertar

Samkomutakmarkanir eru hertar frá 15.janúra til 2.febrúar. 10 manns mega koma saman.
Jón úr Vör

Ljóðstaf Jóns úr Vör frestað til 20.febrúar

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar hefur tekið ákvörðun um að fresta afhendingu Ljóðstafs Jóns úr Vör til 20. febrúar vegna COVID-19.
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Tinna Sif Teitsdóttir íþróttakona ársins, Arnar Pétursson íþróttak…

Íþróttakona og íþróttakarl 2021 kjörin

Arnar Pétursson frjálsíþróttamaður úr Breiðabliki og Tinna Sif Teitsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2021.
Gul viðvörun.

Gul viðvörun

GUL VIÐVÖRUN, YELLOW WARNING, STOPIEŃ ZAGROŻENIA 1 (ŻÓŁTY ALERT). English and Polsih below