Fréttir & tilkynningar

Vorhreinsun í Kópavogi stendur yfir 2.-20. maí.

Vorhreinsun í Kópavogi 2.-20.maí

Íbúar í Kópavogi eru hvattir til að nýta sér vorhreinsun bæjarins sem stendur yfir frá 2.-20.maí.
Fulltrúar úr ungmennaráði, barnaþing og Bæjarstjórn Kópavogs.

Ungmenni funduðu með bæjarstjórn

Ungmennaráð Kópavogs og fulltrúar af barnaþingi í Kópavogi funduðu með Bæjarstjórn Kópavogs í vikunni. Á fundinum voru lagðar fram tillögur fulltrúa ungmennaráðs og barnaþings og voru bæjarfulltrúar til svara.
Lagt er til að Fossvogslaug verði staðsett um miðjan Fossvogsdal.

Fossvogslaug í miðjum dalnum

Fossvogslaug verður staðsett fyrir miðjum Fossvogsdal. Forsögn varðandi samkeppni um verkefnið er tilbúin, en það er lýsing sem greinir frá staðsetningu laugarinnar, fyrirhugaðri notkun og kröfum um efnisval, gæði, útlit og annað er máli skiptir fyrir hönnunarsamkeppni um útlit laugarinnar.
Aðstandendur fræðsluvefsins Þar á ég heima ásamt bæjarstjóra Kópavogs.

Vefur um náttúru Kópavogs

Fræðsluvefurinn Þar á ég heima hefur verið opnaður en á honum er að finna fræðsluefni fyrir krakka, unglinga og alla áhugasama um umhverfið og náttúruna í Kópavogi.
Boðið verður upp á Jóga Nidra í Hressingarhælinu.

Yoga Nidra í Geðræktarhúsinu

Íbúum Kópavogsbæjar verður næstu vikur boðið í Yoga Nidra í Geðræktarhúsi bæjarins og fer fyrsti tíminn fer fram fimmtudaginn 5.maí og hefst klukkan 16.30.
Kópavogsbær.

Ársreikningur Kópavogs

Ársreikningur Kópavogs fyrir árið 2021 var lagður fram til seinni umræðu í bæjarstjórn Kópavogs í dag.
Sumarnámskeið í Kópavogi.

Sumarnámskeið á sumarvef

Á sumarvef Kópavogsbæjar er að finna fjölbreytt og skemmtileg frístunda, - leikja - og íþróttanámskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 16 ára. Opnað verður fyrir skráningar 1. maí.
Stóri plokkdagurinn er 24.apríl 2022.

Stóri plokkdagurinn

Kópavogsbær tekur þátt í Stóra plokkdeginum sem haldinn er sunnudaginn 24.apríl. Hægt verður að nálgast ruslapoka og einnota hanska í Þjónustumiðstöð Kópavogs, Askalind 5, á föstudeginum 22. apríl og laugardaginn 23. apríl.
Listahátíð Vatnsdropans fer fram 23. apríl 2022.

Listahátíð Vatnsdropans

Hlaðvarp um dýr í útrýmingarhættu, ljóðabók náttúrunnar og listræn plokkáskorun er á meðal þess sem má upplifa á spennandi listahátíð sem haldin verður laugardaginn 23.apríl í Menningarhúsunum í Kópavogi. Dagskráin stendur yfir frá 12.00-15.00.
Sumardaginn fyrsta ber upp á 21.apríl að þessu sinni.

Sumardagurinn fyrsti

Menningarhúsin í Kópavogi eru opin sumardaginn fyrsta og sundlaugar bæjarins sömuleiðis.