07.04.2022
Afkoma Kópavogsbæjar 2021 er 1,3 milljarði króna betri en gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Rekstrarafgangur var 588 milljónir króna en gert hafði verið ráð fyrir 715 milljón króna rekstrarhalla. Munurinn skýrist einkum af því að tekjur eru talsvert hærri en gert hafði verið ráð fyrir en hins vegar hefur fallið til umtalsverður kostnaður vegna áhrifa Covid. Skuldaviðmið hefur aldrei verið lægra, en það var 83% í A-hlutanum en 94% hjá samstæðunni.