- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Aníta Daðadóttir, Salaskóla, bar sigur úr bítum í árlegri upplestrarkeppni sjöunda bekkjar í Kópavogi. Átján keppendur úr öllum níu grunnskólum Kópavogs tóku þátt í keppninni, sem fór fram í Salnum 25. mars síðastliðinn. Í öðru sæti var Björn Breki Steingrímsson, Salaskóla og í þriðja sæti var Bjartur Jörfi Ingvason, Snælandsskóla.
Keppendur lásu kafla úr sögunni Öðruvísi fjölskylda eftir Guðrúnu Helgadóttur og ljóð eftir Anton Helga Jónsson. Í lokaumferð lásu keppendur ljóð að eigin vali. Fyrir keppnina lék nemandi úr Skólahljómsveit Kópavogs tvö lög og í hléi lék nemandi úr Tónlistarskóla Kópavogs einnig tvö lög.
Þrír efstu keppendurnir fengu 20, 15 og 10 þúsund króna gjafabréf og Félag íslenskra bókaútgefenda gaf öllum þátttakendum bókina Nokkur Ljóð eftir Anton Helga Jónsson. Grunnskóladeild Menntasviðs gaf öllum keppendunum blóm.