Ný gjaldskrá leikskóla í Kópavogi var samþykkt á fundi Bæjarráðs fimmtudaginn 6.júlí. Í henni felst að sex tíma dvöl eða skemmri verður gjaldfrjáls, en áfram verður greitt fæðisgjald.
50 metra útilaugin í Sundlaug Kópavogs opnar á ný mánudaginn 10.júlí eftir framkvæmdir. Á sama tíma lokar iðulaugin svonefnda, stærsti heiti potturinn vegna viðhalds og verður lokaður næstu vikurnar.
Gjaldfrjáls leikskóli í sex tíma á dag og aukinn sveigjanleiki í dvalartíma, tekjutenging leikskólagjalda og heimgreiðslur til foreldra eru meðal tillagna starfshóps um skipulag og starfsumhverfi í leikskólum í Kópavogi sem bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi sínum þriðjudaginn 27. júní.