- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
báða dagana. Boðið er upp á dagskrá fyrir alla fjölskylduna á hátíðinni sem fer fram í og við Menningarhúsin í Kópavogi. Tendrað verður á jólatréinu klukkan fjögur á laugardag á útivistarsvæðinu við húsin og þar verður einnig jólamarkaður um helgina þar sem gæðamatvara, heitir drykkir og handverk verður til sölu.
Dagskráin á laugardeginum hefst í Gerðarsafni klukkan 13 með jólakorta- og jólaluktasmiðju en í kjölfarið verða fjölskyldujólatónleikar í Salnum sem hefjast klukkan 14. Þá verður jólakattardagskrá í Náttúrufræðistofu og Bókasafni Kópavogs.
Klukkan 1 verða ljós jólatrésins tendruð. Skólahjómsveit Kópavogs spilar áður en Margrét Friðriksdóttir forseti bæjarstjórnar ávarpar gesti. Grýla, Leppalúði og Bóla kynna dagskrána. Villi og Sveppi skemmta á sviði og gengið í kringum jólatréð með jólasveinum. Ósvikin aðventustemning.
Hinn árlegi laufabrauðsdagur verður haldinn í félagsmiðstöð aldraðra í Gjábakka á laugardeginum frá 13-17 og listamenn í Hamraborg og Auðbrekku opna sýningarsali og vinnustofur sínar á sama tíma.
Á sunnudeginum verður jólamarkaðurinn opinn frá 13-17, Langleggur og Skjóða skemmta í Bókasafninu kl. 13.30 og jólakortasmiðja í Gerðarsafni verður opin fyrir alla fjölskylduna.