- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Íbúar í Kópavogi eru hvattir til að nýta sér vorhreinsun bæjarins sem stendur yfir frá 2.-20.maí.
Starfsfólk bæjarins verður á ferðinni í öllum götum bæjarins til að hirða upp garðaúrgang sem hefur verið komið fyrir við lóðamörk.
Upplýsingar um dagsetningar fyrir hverfi og einstaka götur er að finna á upplýsingasíðu - smella hér.
Að auki verða settir upp opnir gámar fyrir garðaúrgang á fimm stöðum í bænum þar sem íbúar geta losað sig við garðaúrgang sjálfir. Gámarnir verða aðgengilegir á eftirfarandi stöðum 2. til 20. maí.
Garðaúrgang skal setja utan við lóðarmörk í pokum, greinaafklippur skal binda í knippi. Óheimilt er að flytja lausan jarðveg út fyrir lóðarmörk og verður slíkt fjarlægt á kostnað lóðarhafa. Ekki verður fjarlægt rusl af byggingarlóðum. Íbúar þurfa sjálfir að koma spilliefnum í endurvinnslustöð. Einnig timbri, málmum og öðrum úrgangi.
Yfirlit yfir dagsetningar hreinsunar er að finna flokkaður eftir hverfum, hér fyrir neðan. Athugið að garðaúrgangur sem settur verður við lóðamörk eftir að hreinsað hefur verið úr götunni, verður ekki fjarlægður af starfsfólki bæjarins.