Lagt verður gervigras á Kópavogsvöll næsta vor en jarðvegsframkvæmdir munu hefjast að loknu keppnistímabili í haust. Þetta var samþykkt einróma í bæjarráði Kópavogs í morgun.
Rekstrarafgangur Kópavogsbæjar nam 2,2 milljörðum króna árið 2017. Það er tæpum tveimur milljörðum meira en gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Skuldahlutfall bæjarins var 133% í árslok en gert hafði verið ráð fyrir 140%. Ársreikningurinn endurspeglar sterka fjárhagsstöðu bæjarfélagsins.