- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Dagana 16. – 19. auk 20. apríl er boðið upp á dagskrá fyrir grunn- og leikskólanemendur í Menningarhúsunum í Kópavogi. Húsin hafa fyllst af nemendum sem hafa notið þess að skapa saman í leirsmiðjum í Náttúrufræðistofu Kópavogs og teiknismiðjum í Gerðarsafni, verið á stefnumóti við rithöfund á Bókasafni Kópavogs en þar að auki nutu leikskólabörn sýninga á barnaóperunni Gilitrutt í Salnum.
Þann 21. apríl verður fjölskyldum boðið á uppskeruhátíð Barnamenningarhátíðar. Fjörið hefst klukkan 11:30 á Lindasafni þar sem japanskar dúkkulísur og grímur verða viðfangsefnið en dagskráin í Menningarhúsunum í Kópavogi hefst með letursmiðju á Bókasafni Kópavogs klukkan 12 þar sem öll fjölskyldan getur spreytt sig á arabísku, rússnesku og pólsku letri.
Í Gerðarsafni verður teiknismiðja líkt og grunnskólabörn tóku þátt í en smiðjan fer fram í sýningarsal safnsins og stendur frá 13 – 15 en í kjölfarið verður boðið upp á marokkóska stemningu með hennatattúi og tei.
Leirsmiðja fer fram í Náttúrufræðistofu frá 14 – 16 en einnig verða kórónur sem skapaðar hafa verið í smiðjum vikunnar til sýnis. Í lok dags eða kl. 16 verður svo fjölskyldusýning af barnaóperunni Gilitrutt eftir Hildigunni Rúnarsdóttur í Salnum. Allir dagskrárliðir Barnamenningarhátíðar eru ókeypis og allir velkomnir.