- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Eftirlitsmyndavélar verða settar upp í á Fífuhvammsvegi og við Skógarlind á næstu vikum. Skrifað hefur verið undir samning á milli Kópavogsbæjar, Neyðarlínunnar og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um myndavélarnar en í honum er tryggt að eingöngu lögreglan hefur aðgang að efni vélanna.
Þær vélar sem settar verða upp í maí greina númeraplötur á öllum aðkomum inn í Kópavog austan við Reykjanesbraut.
Eftirlitsmyndavélarnar voru á meðal þess sem íbúar Kópavogs völdu áfram í kosningum í verkefninu Okkar Kópavogur en íbúakosningarnar fóru fram í janúar og febrúar síðastliðnum.
Fleiri myndavélar verða settar upp í sumar og haust og verða staðsetningar þeirra kynntar síðar.