Nói Pétur Á. Guðnason úr Lindaskóla sigraði Stóru upplestrarkeppnina í Kópavogi, í öðru sæti var Mír Salah Karim, einnig úr Lindaskóla og í þriðja sæti var Salka Heiður Högnadóttir úr Smáraskóla.
Lilja Ástudóttir, innkaupastjóri Kópavogsbæjar, hlaut viðurkenningu Ríkisskaupa fyrir opinber innkaup. Þrír fengu viðurkenningu sem var veitt í fyrsta sinn á innkaupadeginum 2018.
Heimilisauðkenni fyrir heimaþjónustu í Kópavogsbæ var formlega tekin í notkun þriðjudaginn 6. mars þegar Þórunn Erna Þórðardóttir eldri borgari í Kópavogi tók við auðkenninu.