- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Rúmlega 6.000 gestir heimsóttu Bókasafn Kópavogs vikuna eftir að safnið var opnað á ný eftir viðamiklar breytingar á innra rými þess. Með breytingunum var leitast við að mæta betur þörfum safngesta. Til dæmis er nú meira pláss fyrir gesti sem vilja glugga í bókum eða tímaritum og barnadeild safnsins var færð niður á fyrstu hæð en áður var hún á þriðju hæðinni.
Breytingarnar mælast vel fyrir. Heimsóknir eru fleiri og sérstaklega eru foreldrar og börn ánægð enda var mikið lagt í barnadeildina. Hún er skreytt með skærum litum og gerð hlýlegri með mottum og kósý hornum. Plássið er meira og umhverfið öruggara fyrir yngstu börnin.
Flestir koma á bókasafnið til að fá bækur lánaðar en fjöldi kemur einnig til að nýta sér þá aðstöðu sem í boði er. Rúmlega 1.000 bækur eru lánaðar á degi hverjum.
Bókasafnið í Hamraborg er opið mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00-19:00, föstudaga kl. 11:00-17:00 og laugardaga kl. 13:00-17:00. Safnið stendur fyrir fjölbreyttum viðburðum og uppákomum, fyrirlestraröðum og fjölskyldustundum á laugardögum