- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Hægt er að sækja um garðlönd til leigu á sex stöðum í Kópavogsbæ. Hver skiki er 25 fermetrar að stærð og er leigugjald 4.700 krónur. Hver leigjandi getur verið með tvo skika en skilyrði fyrir úthlutun er að eiga lögheimili í Kópavogi. Garðlönd eru plægð og afhent um miðjan maí ef veður leyfir.
Kópavogsbær hefur um langt árabil leigt út matjurtagarða, svokölluð garðlönd, og er sú starfsemi á vegum garðyrkjustjóra.
Garðlönd eru í boði á eftirfarandi stöðum:
Garðlöndin verða afhent plægð og merkt um miðjan maí, ef veður leyfir, og eins og áður verður á staðnum komið fyrir skiltum sem sýna legu garða og lista yfir leigjendur. Á öllum stöðunum er aðgangur að vatni. Jafnframt verða verkfæri, ssvo sem skóflur, gafflar, hrífur, vatnskönnur og hjólbörur, á staðnum fyrstu vikurnar, þó ekki sé hægt að tryggja að alltaf verði nóg fyrir alla.
Garðlöndin við Guðmundarlund eru hugsuð fyrir þá sem vilja einnig rækta fjölært grænmeti, til dæmis rabarbara, graslauk, skessujurt og fleira. Þau eru því ekki tætt (plægð) á hverju vori eins og hin garðlöndin, heldur verða leigjendur sjálfir að sjá um að stinga þau upp á vorin.
Hægt er að sækja um garðland í íbúagátt.