- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Á útivistarsvæðinu við Menningarhúsin verður boðin ástandsskoðun á hjólum sem vert er að nýta sér nú þegar sumarið er framundan.
Þá verður verkefnið „Hjólað óháð aldri“ kynnt svo og rafhjól og ýmisskonar búnaður. Í Bókasafninu verður sýning á ljósmyndum úr fórum Héraðsskjalasafns Kópavogs en myndirnar sýna hjól og hjólreiðafólk í Kópavogi.Í Bókasafninu verður einnig hægt að skoða bækur sem fjalla á einn eða annan hátt um hjól og hjólreiðar. Umferðagarður verður settur upp á bílastæði Molans en þar geta krakkar æft færni sína á hjólum.
Þeir sem hafa nú þegar öðlast hjólafærni geta farið með sérfræðingum Náttúrufræðistofu og Héraðsskjalasafns í reiðhjólatúr um Kársnesið og fræðst um náttúru og mannlíf á svæðinu. Fjársjóðskistum verður komið fyrir á leiðinni en í þeim leynast glaðningar af ýmsu tagi.
Hjólreiðatúrinn hefst klukkan 14 á útivistarsvæðinu við Menningarhúsin og skylda er fyrir þátttakendur að nota hjálm. Svangir hjólreiðamenn geta svo keypt grillað góðgæti á vægu verði í Garðskálanum í Gerðarsafni.