- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Kópavogsbær og Reebok Fitness undirrituðu í dag samning um rekstur líkamsræktarstöðva í sundlaugum Kópavogs, Salalaug og Sundlaug Kópavogs. Samningurinn er til fimm ára með möguleika á þriggja ára framlengingu.
Samningurinn gerir ráð fyrir að boðið verði upp á árskort fullorðinna fyrir 39.990 og eldri borgara og öryrkja fyrir 25.000 og gilda kortin í líkamsrækt og sund.
„Hagstæð líkamsrækt við sundlaugar í bænum er í anda þeirra markmiða sem við höfum sett okkur við gerð nýrrar lýðheilsustefnu. Það er ánægjulegt að vera búinn að undirrita þennan samning og tilhlökkun að sjá nýjar stöðvar í endurbættu húsnæði,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.
Stefnt er að opnun líkamsræktarstöðvanna í september. Sumarið verður notað til lagfæringar og undirbúnings á húsnæðinu fyrir nýja leigutaka og til þess að setja upp ný tæki í endurbættu húsnæði.