- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Sýningin Sameining verður opnuð anddyri Bókasafns Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs, miðvikudaginn 11. maí kl.16:00, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Allir eru velkomnir. Á sýningunni verða útskurðarverk eftir bæjarlistamanninn Jón Adolf Steinólfsson og þrjá nemendur hans, þá Ragnar Má Róbertsson, Gunnar Jökul Jakobsson og Herstein Skúla Gunnarsson.
Karen E. Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs, opnar sýninguna. Boðið verður upp á léttar veitingar.
Þeir Ragnar, Gunnar og Hersteinn eru grunnskólanemendur í Kópavogi og hafa notið leiðsagnar Jóns Adolfs í vetur. Verkin á sýningunni eru afrakstur þeirrar vinnu. Sýningin mun standa yfir í tvær vikur.
Jón Adolf var útnefndur bæjarlistamaður Kópavogs síðasta sumar. Hann hefur sinnt listsköpun sinni í áratugi, tekið þátt í tugum samsýninga og haldið fjölmargar einkasýningar. Auk þess hefur hann haldið námskeið í útskurði fyrir ýmsa aðila, innlenda sem erlenda. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín og verk hans prýða söfn og bæjarfélög víða um lönd.
Leiðsögn Jóns Adolfs með grunnskólanemendum Kópavogs í vetur er hluti af starfi hans sem bæjarlistamanns en honum var með þeim hætti falið að taka þátt í menningarfræðslu á vegum bæjarins.