Stígakerfi verði flokkað

Skólabörn í Kópavogi hjóla í hjólalest í evrópskri samgönguviku síðastliðið haust.
Skólabörn í Kópavogi hjóla í hjólalest í evrópskri samgönguviku síðastliðið haust.
Á málþingi um göngu- og hjólastíg sem haldið var í Salnum í Kópavogi var ákveðið að Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, SSH, myndu leiða vinnuhóp sem myndi leggja fram tillögur að flokkun, útfærslu, þjónustu og umgjörð stígakerfisins í samstarfi við fulltrúa Vegagerðarinnar, Samgöngustofu og Skipulagsstofnunar. Málþingið var haldið að frumkvæði Kópavogsbæjar i samvinnu við SSH og Samgöngustofu.

 

Á þinginu var rætt um þær áskoranir sem fylgja aukinni umferð á hjóla- og göngustígum. Ræddar voru leiðir til að bæta sambýli ólíkra notenda og fjallað um mögulegar leiðir að flokkun stígakerfisins.

Málþingið er liður í áformum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að bæta aðstöðu virkra ferðamáta.